Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður segir að Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi sé fyrir löngu farin að skoða markaðinn.
Tómas er mikill Víkingur og hefur í mörg ár verið innsti koppur í búri í Víkinni.
„Ég veit sem er að yfirmaður knattspyrnumála er búin í langan tíma að undirbúa veturinn og silly season. Það þarf að styrkja liðið, það kæmi ekki á óvart ef 1-2 myndu skutla sér í mennskuna,“ sagði Tómas í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977.
Ari Sigurpálsson, Gísli Gottskálk Þórðarson og Danijel Dejan Djuric eru allt leikmenn sem gætu farið út. „Ef að þeir fara, það fer eftir því hversu margir fara hversu mikið verkefnið er.“
Rætt var um hvort Víkingur færi í það að sækja Eið Aron Sigurbjörnsson sem rifti samningi við Vestra á dögunum. Tómas taldi það ekki ólíklegt og sagði.
„Ég veit ekki hvort Jón Guðni hafi annað tímabil í sér, skrokkurinn hefur verið honum erfiður.“