Óttar Magnús Karlsson var á skotskónum fyrir lið Spal sem spilaði við Ternana í Serie C á Ítalíu í dag.
Óttar var í byrjunarliði Spal í 4-1 tapi en var tekinn af velli er 59 mínútur voru komnar á klukkuna.
Framherjinn kom Spal yfir á 44. mínútu og var staðan 1-0 þar til á 72. mínútu er Ternana jafnaði.
Ternana bætti síðar við þremur mörkum og vann sannfærandi sigur en Spal hefur lítið getað á tímabilinu.
Spal er í 19. sæti deildarinnar með aðeins átta stig úr 13 leikjum og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.
Annar Íslendingur komst á blað í Svíþjóð en Kolbeinn Þórðarson skoraði í 1-1 jafntelfi við Kalmar.
Kolbeinn skoraði á 45. mínútu fyrir Gautaborg í jafnteflinu en Kalmar jafnaði er 12 mínútur voru eftir í leik í efstu deild.