fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
433Sport

Nýr formaður Vals fundaði með Gylfa í vikunni – „Hann ætlar sér og verður miklu öflugri á næsta tímabili“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 12:55

Adam Ægir og Gylfi Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Steinar Jónsson nýr formaður knattspyrnudeildar Vals segist hafa hitt Gylfa Þór Sigurðsson í vikunni og hugur sé í honum að gera vel með Val næsta sumar. Frá þessu sagði hann í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Gylfi Þór ætlar sér að halda til Spánar á næstunni og æfa þar til að koma sér í enn betra form en hann hefur verið í.

Gylfi gekk í raðir Vals rétt fyrir tímabilið í Bestu deildinni en sagðist á dögunum vera að íhuga að hætta í fótbolta, úr því verður ekki ef marka má Björn.

„Ég hitti hann í vikunni, hann kemur inn í þetta tímabil. Hann var frá í nokkra mánuði áður en hann kom, hann fer út til Spánar og kemur rétt fyrir mót,“ sagði Björn Steinar í útvarpsþættinum Fótbolta.net

Björn segir að Gylfi sé að fara til Spánar á næstunni til að halda sér í formi. „Núna ætlar hann sér að fara til Spánar og halda áfram að æfa, koma inn í undirbúningstímabil í góðu formi. Hann ætlar sér og verður miklu öflugri á næsta tímabili,“ sagði Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einlægur Hilmar opnar sig um það að hafa íhugað að hætta mun fyrr – „Þetta fer gegn svo mörgu sem þér finnst“

Einlægur Hilmar opnar sig um það að hafa íhugað að hætta mun fyrr – „Þetta fer gegn svo mörgu sem þér finnst“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur aldrei séð betri bakvörð á vellinum

Hefur aldrei séð betri bakvörð á vellinum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Úrslitin óásættanleg en starfið ekki í hættu

Úrslitin óásættanleg en starfið ekki í hættu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag skrifaði opið bréf til stuðningsmanna – ,,Ég vil þakka ykkur fyrir þennan kafla í mínu lífi“

Ten Hag skrifaði opið bréf til stuðningsmanna – ,,Ég vil þakka ykkur fyrir þennan kafla í mínu lífi“
433Sport
Í gær

Gunnar heldur því fram að þetta sé fyrsti kostur ef Hareide verði sagt upp

Gunnar heldur því fram að þetta sé fyrsti kostur ef Hareide verði sagt upp
433Sport
Í gær

Landsliðsmaðurinn var að gefa út plötu – „Settu virðingu á nafnið, nokkrir titlar og lag ársins“

Landsliðsmaðurinn var að gefa út plötu – „Settu virðingu á nafnið, nokkrir titlar og lag ársins“
433Sport
Í gær

Sonur Arnars Þórs í íslenska landsliðshópnum

Sonur Arnars Þórs í íslenska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Ómar Ingi ráðinn til KSÍ – Verður með U15 og U19

Ómar Ingi ráðinn til KSÍ – Verður með U15 og U19