Björn Steinar Jónsson nýr formaður knattspyrnudeildar Vals segist hafa hitt Gylfa Þór Sigurðsson í vikunni og hugur sé í honum að gera vel með Val næsta sumar. Frá þessu sagði hann í útvarpsþætti Fótbolta.net.
Gylfi Þór ætlar sér að halda til Spánar á næstunni og æfa þar til að koma sér í enn betra form en hann hefur verið í.
Gylfi gekk í raðir Vals rétt fyrir tímabilið í Bestu deildinni en sagðist á dögunum vera að íhuga að hætta í fótbolta, úr því verður ekki ef marka má Björn.
„Ég hitti hann í vikunni, hann kemur inn í þetta tímabil. Hann var frá í nokkra mánuði áður en hann kom, hann fer út til Spánar og kemur rétt fyrir mót,“ sagði Björn Steinar í útvarpsþættinum Fótbolta.net
Björn segir að Gylfi sé að fara til Spánar á næstunni til að halda sér í formi. „Núna ætlar hann sér að fara til Spánar og halda áfram að æfa, koma inn í undirbúningstímabil í góðu formi. Hann ætlar sér og verður miklu öflugri á næsta tímabili,“ sagði Björn.