Manchester United íhugaði að leita til Fulham áður en félagið samdi við Ruben Amorim hjá Sporting í Portúgal.
Daily Mail greinir frá en United var í þjálfaraleit eftir að Erik ten Hag var látinn fara frá félaginu í vikunni.
Amorim hefur samþykkt að taka við enska stórliðinu en hann verður mættur á æfingasvæðið þann 11. nóvember.
Mail segir að Marco Silva hafi verið ofarlega á óskalista United en hann hefur gert flotta hluti með Fulham.
United íhugaði að virkja kaupákvæði í samningi Silva en hann er fáanlegur fyrir 10 milljónir punda.
Silva var sjálfur opinn fyrir því að færa sig á Old Trafford en hann hefur áður þjálfað bæði Watford og Everton.