Cole Palmer er mögulega besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag ef þú spyrð skosku goðsögnina Ally McCoist.
Palmer er leikmaður Chelsea á Englandi og hefur spilað glimrandi vel með liðinu undanfarin tvö ár.
Palmer spilaði mjög vel gegn Newcastle um síðustu helgi og bauð upp á bestu sendingu áratugarins að mati McCoist.
Palmer átti stórkostlega sendingu á Pedro Neto sem gaf boltann á Nicolas Jackson sem skoraði í 2-1 heimasigri.
,,Það er hægt að rökstyðja það að Cole Palmer sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði McCoist.
,,Sumir munu segja að hann sé sá besti og ég verð að taka undir þau ummæli. Hann bauð upp á bestu sendingu áratugarins gegn Newcastle.“
,,Um leið og boltinn fór í netið þá fékk ég símtal frá syni mínum og sagði nákvæmlega það sama.“
Pass of the season? 👀
Cole Palmer doing it all 🥶pic.twitter.com/OBasqwstfJ
— Premier League USA (@PLinUSA) October 30, 2024