Divock Origi framherji AC Milan er ekki í neinni sérstakri stöðu hjá félaginu en hann fær ekki að æfa með liðinu.
Origi fær ekki einu sinni að æfa með varaliði félagsins en má mæta hjá unglingaliðinu ef hann hefur áhuga á.
Belgíski framherjinn kom til Milan fyrir rúmum tveimur árum hjá Liverpool.
Origi var á láni hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð og gerði ekki neina sérstaka hluti þar.
AC Milan vill losna við Origi af launaskrá en hann er ekki á þeim buxunum. Origi er með með 560 milljónir króna í árslaun þar.
Origi mun skoða mál sín í janúar ef ekkert breytist en líklega þarf félagið að borga honum talsverða summu svo hann fari.