Virgil van Dijk fyrirliði Hollands fékk að fara heim til Liverpool frekar en að fara í verkefni til Bosníu á morgun.
Van Dijk og Frenkie de Jong fengu að fara heim til að koma í veg fyrir meira álag á þeim.
„Fyrir þá báða er betra að fara heim þessa stundina. Við tökum þessa ákvörðun út frá heilsu þeirra, þetta snýst um að leikmenn nái heilsu,“ sagði Ronald Koeman.
Hollendingar eru fastir í öðru sæti í riðlinum sínum og geta ekki farið upp né niður í riðlinum sem Þýskaland er að vinna.
Forráðamenn Liverpool fagna þessu vafalítið að Van Dijk fái frí og verði klár í mikilvæga leiki á næstu vikum.