Forráðamenn Manchester City eru að reyna að ganga frá nýjum samningi við Erling Haaland framherja félagsins.
Haaland hefur skorað 105 mörk í 114 leikjum frá því að hann kom frá Dortmund fyrir rúmum tveimur árum.
Haaland er með 375 þúsund pund á viku en nú stendur honum til boða að þéna miklu meira.
Haaland stendur nú til boða að þéna 500 þúsund pund á viku og þar með verða launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Kevin de Bruyne er launahæsti leikmaðurinn hjá City í dag með 400 þúsund pund en Haaland getur fengið talsvert meira.
Barcelona og Real Madrid hafa verið orðuð við Haaland undanfarið en City vill klára dæmið.