Luis Campos er sagður eftur á blaði Arsenal nú þegar félagið er að skoða yfirmann knattspyrnumála til að ráða inn.
Það kom forráðamönnum Arsenal á óvart þegar Edu sagði upp störfum í síðasta mánuði.
Campos hefur mikla reynslu og er í hlutverki hjá PSG í dag en hann er þekktastur fyrir starf sitt hjá Monaco.
Hjá Monaco var Campos þekktur fyrir að fá mikil gæði fyrir lítinn pening. Hann fékk sem dæmi Bernardo Silva, Radamel Falcao, James Rodrigue, Fabinho, Tiemoue Bakayoko og Thomas Lemar.
Bestu kaup Campos voru hins vegar að finan Kylian Mbappe og sækja hann í akademíu félagsins árið 2013.
Simon Rolfes hjá Leverkusen og Roberto Olabe hjá Real Sociedad eru einnig sagðir á blaði Arsenal.