Erling Haaland skoraði þrennu í gær er Noregur mætti Kasakstan í Þjóðadeildinni og vann 5-0 sigur.
Um er að ræða einn besta ef ekki besta framherja heims en hann er á mála hjá Manchester City.
Haaland var frábær í þessari viðureign sem og flestir leikmenn Norðmanna en hann fékk að taka boltann með sér heim.
Ansi sturluð staðreynd er að Haaland er 24 ára en hann hefur nú skorað 25 þrennur á meistaraflokksferlinum.
Það er gjörsamlega magnaður árangur en hann hefur gert fjórar þrennur fyrir Noreg, 11 fyrir Manchester City, fjórar fyrir Borussia Dortmund, fimm fyrir RB Salzburg og eina fyrir Molde.