Roy Keane, goðsögn Manchester United, viðurkennir að hann eigi einn nágranna sem hann í raun þolir ekki og hefur kvartað yfir honum í annað sinn.
Keane er getur verið ansi erfiður og harður í horn að taka en hann starfar í dag í sjónvarpi sem og hlaðvarpinu The Overlap.
Keane upplifði óþægindi á dögunum er hann fór út með hundinn sinn þegar klukkan var rétt rúmlega sjö um morgun.
Það fyrsta sem Keane tók eftir var maður með laufblásara í hönd á meðan flestir í nágrenninu voru væntanlega sofandi.
Þessi hegðun mannsins fór virkilega í taugarnar á Keane sem ákvað að senda skilaboð á manninn opinberlega.
,,Ég fór út að labba með hundinn klukkan 7:15 í morgun heima hjá mér og rekst á mann sem er með laufblásara á þessum tíma dags,“ sagði Keane.
,,Svona hegðun er til skammar og þetta á að vera bannað. Ég ætlaði að fara yfir til hans og segja honum að fólk væri sofandi. Þú mátt ekki gera þetta rétt fyrir klukkan átta!“