Stórlið Ajax í Hollandi mun notast við annað merki frá og með júlí 2025 en frá þessu er greint í kvöld.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano greinir frá en Ajax er stærsta félag Hollands og hefur verið í mörg ár.
Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um að breyta til en mun klára núverandi tímabil með merki sem hefur verið í notkun frá 1991.
Hönnunin er þó ekki ný en Ajax notaðist við sama merki frá 1928 til 1991 áður en breytt var til.
Félagið hefur ákveðið að leita aftur í það gamla sem hefur fengið misgóð viðbrögð frá knattspyrnuaðdáendum.
🔴⚪️ Ajax present their new logo from July 2025. pic.twitter.com/XanJebQSRV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 17, 2024