Cristiano Ronaldo hefur gefið í skyn að það sé stutt í að hann leggi skóna á hilluna eftir stórkostlegan feril.
Ronaldo verður 40 ára gamall í byrjun næsta árs en hann vonast enn til að spila á HM 2026 með landsliði sínu Portúgal.
Það er titill sem Ronaldo á eftir að vinna en hann hefur unnið EM með sinni þjóð og þá fjölmarga titla fyrir félagslið.
Ronaldo er í dag á mála hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu og viðurkennir að hann gæti lagt skóna á hilluna á næstu tveimur árum.
,,Ég vil bara njóta mín í dag. Varðandi það að leggja skóna á hilluna.. Ef það þarf að gerast á næsta ári eða næstu tveimur árum, ég veit það ekki,“ sagði Ronaldo.
,,Ég verð bráðlega fertugur en ég vil njóta tímans sem ég hef svo lengi sem ég er enn metnaðarfullur. Um leið og metnaðurinn hverfur þá mun ég hætta.“