Heimir Hallgrímsson og hans menn í írska landsliðinu fengu svo sannarlega skell í Þjóðadeildinni í kvöld.
Írland heimsótti Írland á Wembley og eftir fínan fyrri hálfleik þá var útlitið nokkuð bjart.
Írland missti hins vegar mann af velli á 51. mínútu en Liam Scales fékk þá að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Eftir það skoruðu Englendingar fimm mörk og unnu öruggan sigur en Jude Bellingham lagði upp tvö þeirra og þá skoraði Harry Kane það fyrsta.
Anthony Gordon, Conor Gallagher, Jarrod Bowen og Taylor Harwood-Bellis komust einnig á blað.
Írland hafnaði í þriðja sæti B deildarinnar með sex stig en báðir sigrar liðsins komu gegn Finnlandi.