Willum Þór Þórsson heilbrygðisráðherra var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Börn Willums hafa gert það gott í fótbolta en nafni hans Willum Þór Willumsson er fastamaður í landsliðinu og gekk hann í raðir Birmingham í sumar. Þar áður var hann hjá Go Ahead Eagles í Hollandi.
„Hann naut sín mjög vel þar en svo kom Birmingham inn í myndina. Það sem kom mér mest á óvart var hvað þeir voru búnir að rýna hann vel sem leikmann alveg niður í grunninn. Þjálfarinn (Chris Davies) er mjög athyglisverður og var alveg búinn að lesa hvernig hann ætlaði að nota Willum og það hefur bara gengið eftir,“ sagði pabbi hans í þættinum.
Willum segir aðstæður upp á tíu fyrir soninn í Birmingham.
„Ég fór þarna í tvo daga í sumar og fékk að fylgjast með. Hugmyndafræðin fylgir þessum amerísku fjárfestum, bæði í undirbúningi fyrir æfingar og leiki og í endurheimtinni. Þeir eiga fleiri klúbba í Bandaríkjunum í fótbolta og öðrum íþróttum. Tom Brady á heiðurinn að þessari hugmyndafræði og öll félögin nýta sér hana,“ sagði hann, en NFL goðsögnin er einn af eigendum Birmingham.