Ruud van Nistelrooy hefur engan áhuga á að taka sér frí frá fótbolta og er búinn að sækja um nýtt starf.
Frá þessu greinir Mirror en miðillinn segir að Van Nistelrooy sé búinn að sækja um hjá liði Coventry.
Coventry er í næst efstu deild Englands og er í vandræðum en liðið situr í 17. sæti deildarinnar.
Mark Robins var nýlega rekinn frá félaginu og er Van Nistelrooy ansi spennandi kostur fyrir framhaldið.
Van Nistelrooy náði flottum árangri með PSV í Hollandi áður en hann tók við sem aðstoðarmaður Erik ten Hag hjá Manchester United.
Ten Hag var hins vegar rekinn fyrir rúmlega tveimur vikum og fékk Van Nistelrooy sömu fréttir stuttu seinna.