Besta knattspyrnukona heims, Aitana Bonmati, er ósátt með hvernig spænska knattspyrnusambandið kemur fram við spænska kvennaboltann.
Bonmati er leikmaður Barcelona sem er eitt allra besta lið heims í kvennaboltanum og einnig í karlaboltanum.
Hún er þó ekki hrifin af því hvernig deildin er auglýst erlendis og segir að það sé lítið gert til að opna fyrir frekara áhorf eins og í öðrum löndum.
,,Deildin í Bandaríkjunum er að gera vel þegar kemur að markaðssetningu, þau vilja vera á toppnum og það sama má segja um England,“ sagði Bonmati.
,,Að mínu mati þá eru þetta bestu deildir heims þegar kemur að leikmönnum í kvennaboltanum, hvernig er komið fram við þær og hvað þær eiga skilið.“
,,Ég er ekki ánægð með hvernig deildin á Spáni kemur fram við leikmenn því þau eru með góða vöru í höndunum og góða fótboltamenn. Við höfum unnið Meistaradeildinam þrisvar, HM og Þjóðadeildina.“
,,Þú ert með vöru sem getur sprungið út þegar kemur að markaðssetningu og auglýsingum, það er mikilvægt að þéna peninga til að stækka vörumerkið.“