Wayne Rooney mun aldrei fá að vera sendiherra fyrir Manchester United á meðan félagið er í eigu INEOS og Jim Ratcliffe.
Frá þessu greinir Daily Star en Rooney er markahæsti leikmaður í sögu United og skoraði 253 mörk á ferli sínum þar.
Rooney sem maður er ansi umdeildur en hann hefur nokkrum sinnum komist í vesen utan vallar og er í dag þjálfari Plymouth.
Star segir að núverandi eigendur United hafi ekki áhuga á að gefa Rooney hlutverk sendiherra – eitthvað sem hann hefur þó líklega áhuga á.
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United og goðsögn félagsins, er ekki lengur sendiherra fyrir félagið þar sem hann fékk borgað um tvær milljónir punda á ári.
Star segir að jafnvel þó Rooney væri ekki að þjálfa í dag þá væri ekki í boði fyrir hann að taka að sér þetta virta hlutverk.