Manchester United hefur staðfest það að fimm aðilar séu búnir að taka að sér starf í þjálfarateymi félagsins.
Breytingar eru að eiga sér stað hjá United eftir komu Ruben Amorim þann 11. nóvember.
Amorim var áður þjálfari Sporting og náði þar frábærum árangri en hann tekur við af Erik ten Hag í Manchester.
Amorim vildi fá sitt eigið teymi til Englands og voru því þónokkrir látnir fara frá enska stórliðinu eftir brottför Ten Hag.
Carlos Fernandes, Jorge Vital, Adelio Candido, Emanuel Ferro og Paulo Barreira hafa allir tekið að sér starf á Old Trafford.
Fyrsti leikur Amorim við stjórnvölin verður gegn Ipswich um næstu helgi.
🚨🇵🇹 Manchester United confirm five coaches have joined Rúben Amorim staff.
Carlos Fernandes
Jorge Vital
Adelio Candido
Emanuel Ferro
Paulo Barreira pic.twitter.com/6enhMgFTAV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 16, 2024