Goðsögnin Andres Iniesta hefur lagt skóna á hilluna en hann spilaði síðast með Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Iniesta er að sjálfsögðu þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona þar sem hann spilaði frá 1996 til ársins 2018.
Iniesta spilaði svo með Vissel Kobe í Japan frá 2018 til 2023 áður en hann endaði ferilinn hjá Emirates.
Spánverjinn er fertugur í dag en hann er nú búinn að kaupa sitt fyrsta félag eða Helsingor í Danmörku.
Helsingor er nokkuð þekkt félag í Danmörku en liðið leikur í þriðju efstu deild landsins í dag.
Tveir Spánverjar eru á mála hjá félaginu eða þeir Ander Iruarrizaga og Nani.