Staðan í hálfleik í leik Svartfjallalands og Íslands er markalaus en flautað var til leiks klukkan 17:00.
Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í byrjunarlið Íslands í dag eftir fjarveru og bar fyrirliðabandið.
Fyrirliðinn entist ekki lengi í viðureigninni en hann meiddist eftir 17 mínútur og var tekinn af velli stuttu seinna.
Guðlaugur Victor Pálsson kom inná í lið Íslands í staðinn og er Jóhann Berg Guðmundsson með fyrliðabandið.
Logi Tómasson fékk þá gult spjald á 43. mínútu og mun missa af næsta leik liðsins gegn Wales.
Aðstæðurnar í Svartfjallalandi eru ekki upp á tíu og hefur leikurinn ekki verið nein stórkostleg skemmtun hingað til.