Það er ljóst að íslenska karlalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik á þriðjudag í Þjóðadeildinni.
Ísland vann Svartfjallaland 2-0 í kvöld og var þetta annar sigur liðsins í riðlinum í B deildinni.
Báðir sigrarnir hingað til hafa verið gegn Svartfjallalandi og þá fengum við eitt stig heima gegn Wales.
Wales er einmitt næsti andstæðingur Íslands í lokaleik riðilsins en spilað er ytra að þessu sinni.
Fyrir leik er Wales í öðru sæti riðilsins með níu stig og hefur enn ekki tapað viðureign en Ísland er sæti neðar með sjö stig.
Með sigri tryggir Ísland sér annað sæti riðilsins og er því allt undir í næsta verkefni sem er það síðasta á þessu ári.