Tveir leikmenn eru nú sterklega orðaðir við Íslandsmeistara Breiðabliks. Hjörvar Hafliðason í Dr. Football segir að Róbert Orri Þorkelsson sé að ganga í raðir liðsins.
Róbert er öflugur miðvörður, hann er í láni hjá Kongsvinger í norsku B-deildinni frá CF Montreal í MLS-deildinni.
Róbert var keyptur til Montreal frá Breiðablik árið 2021 en Óskar Hrafn Þorvaldsson fékk hann til félagsins.
Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og er á leið út, því gæti koma Róberts fyllt í það skarð.
Þá segir Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni að Breiðablik sé að kaupa Ágúst Orra Þorsteinsson kantmann frá Genoa.
Ágúst er öflugur leikmaður en hann er 19 ára gamall og var seldur frá Breiðablik til Genoa fyrir rúmu ári síðan.
Breiðablik kaupir Ágúst Orra af Genoa. #HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/9uZScpc4Qa
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 15, 2024