Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Svartfjallalands en liðið kom þangað í gær eftir æfingar á Spáni.
Liðið mætir heimamönnum á morgun og fer svo til Wales.
Búast má við að Age Hareide stilli upp svipuðu liði og í síðasta verkefni.
Hareide hefur verið að prufa sig áfram með tvo framherja og spáir 433.is að hann haldi sig við það um komandi helgi.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Sverrir Ingi Ingason
Aron Einar Gunnarsson
Logi Tómasson
Mikael Egill Ellertsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Orri Steinn Óskarsson
Andri Lucas Guðjohnsen