Svo virðist sem David Coote dómari úr ensku úrvalsdeildinni glími við nokkra fíkn þegar kemur að eiturlyfjum. Í vikunni birtist myndband af Coote að taka kókaín.
Coote var að dæma á Evrópumótinu í sumar þegar myndband af honum að moka í nefið á sér.
Nú greinir vinur hans frá því að í október á þessu ári hafi Coote verið að reyna að skipuleggja gott eiturlyfjapartý.
EXCLUSIVE: Scandal-hit Premier League ref David Coote snorts white powder in new video. pic.twitter.com/yo8OSyQTKe
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) November 13, 2024
Það sem gerir málið kannski slæmt er að Coote var að gera þetta rétt fyrir leik og í hálfleik á leik sem hann var að dæma.
Um er að ræða leik Tottenham og Manchester City í enska deildarbikarnum sem fram fór 30 október.
„Á leikdegi var hann alltaf að senda mér og vildi skipuleggja eiturlyfjapartý eftir leik,“ segir vinur hans við ensk blöð.
„Hann bókði hótel bara rétt fyrir leik, hann sendi mér svo meðal annars skilaboð ellefu mínútum fyrir leik. Þetta var klikkun.“
„Ég horfði á leikinn í sjónvarpi og sá hann og Erling Haaland þarna saman bara, sá norski var á bekknum.“
„Þegar ég fékk skilaboð frá honum í hálfleik var ég hissa, hann átti að einbeita sér að leiknum en ekki gleðskap.“
Þegar leiknum lauk nennti vinurinn ekki að fara að skemmta sér. „Ég nennti þessu ekki þarna, hann var brjálaður þar sem hann hafði borgað hótelið.“
UEFA Hefur hafið rannsókn á hegðun Coote og hefur enska dómarasambandið sett Coote í bann en það tengist einnig orðum hans um Liverpool.
David coote ladies and gentlemen pic.twitter.com/WDHc36a7Mn
— Josh (@Josh97LFC) November 11, 2024