Pep Guardiola stjóri Manchester City er samkvæmt kjaftasögum dagsins að gera nýjan eins árs samning við Manchester City.
Samningur Pep Guardiola er að renna út við City næsta sumar og hefur framtíð hans mikið verið rædd.
Guardiola er samkvæmt fréttum núna að nálgast samkomulag við City um að taka eitt ár í viðbót.
Hann yrði þá stjóri City í tíu ár og segir í fréttum að tilkynning um þetta ætti að koma á næstunni.
City hefur tapað fjórum leikjum í röð og vilja reyna að snúa því við með því að sýna að stjórinn sé ekki á förum.