Joelinton leikmaður Newcastle er farin að óttast um öryggi fjölskyldu sinnar í borginni nú þegar búið er að brjótast inn heima hjá honum í tvígang.
Brotist var inn hjá þeim fyrr í haust og svo aftur í vikunni.
Joelinton segir að ekkert verðmæti sé lengur á heimili hans en hann vilji að fjölskylda hans sé öruggt.
„Það eru enginn verðmæti þarna eftir,“ segir Joelinton.
„Það sem er í okkar huga er öryggi fjölskyldunnar og að börnin okkar alist upp án ótta.“
Það er mjög vinsælt að brjótast inn hjá knattspyrnumönnum en þjófarnir vita að oft eru ekki mikil verðmæti á heimilum þeirra.