fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
433Sport

Fletcher missti hausinn og öskraði á dómarann: Dæmdur í bann – ,,Andskotans brandari í hverri einustu viku“

Victor Pálsson
Föstudaginn 15. nóvember 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Fletcher, þjálfari hjá Manchester United og fyrrum leikmaður liðsins, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann og fékk þá sekt upp á 7,5 þúsund pund.

Ástæðan er hegðun Fletcher í hálfleik er United spilaði við Brentford í leik sem lauk með 2-1 sigri þess fyrrnefnda.

Fletcher og aðrir í þjálfarateymi United voru gríðarlega óánægðir með frammistöðu dómarateymisins í fyrri hálfleik og missti Skotinn hausinn um tíma og þarf að taka sinni refsingu.

Brentford skoraði mark er varnarmaðurinn Matthijs de Ligt var utan vallar vegna höfuðmeiðsla sem fór ansi illa í marga á hliðarlínunni.

Það var eina mark fyrri hálfleiksins en United kom til baka í þeim síðari og vann að lokum flottan 2-1 heimasigur.

Fletcher baunaði á fjórða dómarann Gavin Ward eftir að fyrri hálfleik lauk og má segja að hann hafi fengið verðskuldað bann fyrir sína framkomu.

,,Eftir að fyrri hálfleik lauk þá gekk ég til búningsklefa og mætti þar Darren Fletcher hjá Manchester United sem var ansi árásargjarn,“ sagði Ward um sína reynslu.

,,Hann benti á mig og öskraði: ‘Þið eruð allir ömurlegir, þetta er andskotans brandari í hverri einustu viku.’

,,Ég bað hann um að róa sig niður og benti á að hans framkoma væri óásættanleg í þessari stöðu. Annar starfsmaður þurfti að stöðva hann í að koma nær mér eftir það og er ég sá það þá hélt ég göngu minni áfram niður leikmannagöngin.“

,,Þegar ég var mættur í dómaraklefann þá lét ég samstarfsmenn mína vita af hegðun herra Fletcher.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Mikael og Kristján dæma hjá Frakklandi

Helgi Mikael og Kristján dæma hjá Frakklandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfest að United og Arsenal séu að berjast um landsliðsmanninn

Staðfest að United og Arsenal séu að berjast um landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur Ingi Hammer samningslaus og skoðar sín mál

Dagur Ingi Hammer samningslaus og skoðar sín mál
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dómarar geta tekið kókaín eins og þeir vilja

Dómarar geta tekið kókaín eins og þeir vilja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United, Arsenal, Liverpool og fleiri lið byrjuð að skoða skaðabótamál gegn City

United, Arsenal, Liverpool og fleiri lið byrjuð að skoða skaðabótamál gegn City
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert Brynjar hendir fram samsæriskenningu um fjarveru Gylfa í landsliðinu – „Hann var ósáttur“

Albert Brynjar hendir fram samsæriskenningu um fjarveru Gylfa í landsliðinu – „Hann var ósáttur“
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“
433Sport
Í gær

Tjáir sig í fyrsta sinn um hegðun leikmanna Real: Létu ekki sjá sig á hátíðinni – ,,Hefði líklega ekki gert það sama“

Tjáir sig í fyrsta sinn um hegðun leikmanna Real: Létu ekki sjá sig á hátíðinni – ,,Hefði líklega ekki gert það sama“
433Sport
Í gær

Lokaorð Van Nistelrooy til leikmanna Manchester United

Lokaorð Van Nistelrooy til leikmanna Manchester United