Xabi Alonso hefur samkvæmt fréttum tekið ákvörðun um það að hætta með Bayer Leverkusen næsta sumar og er hann orðaður við tvö störf.
Eurosport á Spáni fullyrðir þetta en Leverkusen hafnaði stórum störfum á liðnu sumri.
Bæði Liverpool og FC Bayern vildu þá ráða Alonso til starfa en hann vildi taka eitt tímabil í viðbót Leverkusen.
Alonso er sterklega orðaður við Real Madrid en talið er að Carlo Ancelotti gæti látið af störfum.
Þá eru forráðamenn Manchester City sagðir skoða Alonso en Pep Guardiola gæti hætt næsta sumar.