Howard Webb, yfirmaður dómarasamtakana á Englandi, segir að það hafi hárrétt að reka varnarmanninn William Saliba af velli gegn Bournemouth fyrr á tímabilinu.
Saliba er leikmaður Arsenal en hann var sendur í sturtu nokkuð snemma í viðureigninni sem Bournemouth vann, 2-0.
Stuðningsmenn Arsenal hafa kvartað yfir þessari ákvörðun VAR en aðallega vegna þess að svipuð atvik áttu sér stað í kjölfarið þar sem sá brotlegi fékk aðeins gult spjald.
Webb er þó sammála þessari niðurstöðu VAR og segir að Rob Jones og hans aðstoðarmenn hafi að lokum tekið rétta ákvörðun.
,,Þetta brot William Saliba í þessari ákveðnu stöðu, hann var að stöðva Evanilson frá því að komast í opið marktækifæri,“ sagði Webb.
,,Gula spjaldið sem Rob Jones gaf honum á vellinum til að byrja með voru augljós mistök. Það er hægt að sjá að Ben White er langt frá atvikinu og hann mun ekki getað stöðvað Evanilson frá því að komast í gegn.“
Atvikið má sjá hér og samtal dómarana.
Audio has been released from the VAR review that led to a red card for Arsenal’s William Saliba in a 2-0 loss against Bournemouth. 🔊 pic.twitter.com/wv8aKipd0v
— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) November 13, 2024