Rodrigo Bentancur hefur verið dæmdur í langt bann eða sjö leikja bann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla í garð Asíubúa.
Bentancur hefur viðurkennt eigin mistök en hann afskaplega óviðeigandi ummæli falla opinberlega.
Úrúgvæinn var spurður að því hvort hann gæti græjað eina treyju frá Heung Min Son, leikmanni Tottenham, en þeir eru samherjar hjá félaginu.
,,Sonny?“ spurði Bentancur og bætti síðar við að hann gæti jafnvel fengið frænda Son til að láta sig hafa treyju Suður-Kóreu þar sem þeir litu allir alveg eins út.
Bentancur hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og hefur Son sjálfur fyrirgefið honum hegðunina.
Hér fyrir neðan má sjá af hverju leikmaðurinn er á leið í langt bann.
‘Stupid’ Rodrigo Bentancur deserves his 7-game ban! 🤦♂️ pic.twitter.com/0ri3e5gDli
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) November 13, 2024