fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Segir hann vera fullkominn leikmann fyrir Arsenal – ,,Skil ekki af hverju hann er þar“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 19:58

Gallas í leik með Arsenal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal á að setja allt púður í það að fá inn framherja næsta sumar og er fyrrum leikmaður liðsins William Gallas með nafnið.

Það er Victor Osimhen sem spilar í dag með Galatasaray en hann er í láni hjá félaginu frá Napoli á Ítalíu.

Flestir eru sammála um það að Arsenal þurfi á alvöru níu að halda í framlínuna en Kai Havertz hefur leyst þá stöðu margoft á tímabilinu.

Gallas óttast að það sé ekki hægt að fá inn heimsklassa framherja í janúar en segir Arsenal að fylgjast vel með gangi mála hjá Nígeríumanninum sem hefur byrjað mjög vel í Tyrklandi.

,,Ef ég gæti samið við einn leikmann í janúar þá væri það framherji í heimsklassa en þeir eru yfirleitt ekki fáanlegir í þeim glugga,“ sagði Gallas.

,,Það er enginn framherji í þeim gæðaflokki fáanlegur í janúar. Ég vildi tala um Osimhen því hann er hjá Galatasaray og ég skil ekki af hverju hann er þar.“

,,Þetta er leikmaðurinn sem Arsenal þarf, þeir þurfa leikmann í þessum gæðaflokki. Victor mun kannski ekki skora 20 mörk á hverju tímabili en hann mun gefa öðrum tækifæri á að skora ásamt því að hræða varnarmenn andstæðingsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við