Heppnin var ekki með Erik ten Hag hjá Manchester United að sögn Matthijs de Ligt, varnarmanni liðsins.
De Ligt var fenginn til Englands frá Bayern Munchen í sumar en það var Ten Hag sem vildi semja við landa sinn.
Eins og flestir vita er búið að reka Ten Hag úr starfi í Manchester og er Ruben Amorim mættur á Old Trafford.
,,Heppnin var ekki með Ten Hag. Við spiluðum vel í mörgum leikjum en nýttum ekki þau tækifæri sem við fengum,“ sagði De Ligt.
,,Það er leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Hann fékk mig til félagsins og markmiðið var að ná árangri undir hans stjórn.“