Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United ráðleggur Alejandro Garnacho að hætta í fótbolta ef hann höndlar ekki smá mótlæti.
Það vakti mikla athygli þegar Garnacho neitaði að fagna glæsilegu marki sínu gegn Leicester um síðustu helgi.
„Hvað sem er í gangi eða er að hafa áhrif á unga leikmenn, þá er eitthvað rosalega mikið að leiknum. Þegar þú skorar á ekki neitt annað að komast upp í huga þinn,“ segir Keane.
Garnacho var fúll út í stuðningsmenn United sem höfðu gagnrýnt hann.
„Fólk hefur ferðast til að sjá þig, þú skorar fallegt mark og átt að fagna. Láttu frekar í þér heyra á samfélagsmiðlum.“
„Fagnaði markinu fyrir þá sem ferðast til að sjá þig. Fólk færir fórnir til að sjá Manchester United, hann skorar magnað mark. United er í vandræðum og ef þú getur ekki notið þess að skora. Fáðu þér aðra vinnu.“
„Hann gæti unnið í verksmiðju en þar mun fólk líklega gagnrýna hann líka. Það eru fífl út um allt. Ef þú skorar og getur ekki fagnað, fáðu þér aðra vinnu.“