Ruud van Nistelrooy var rekinn úr starfi hjá Manchester United á mánudag, þá varð ljóst að Ruben Amorim myndi ekki vilja hafa hann í teymi sínu.
Nistelrooy hafði stýrt United í fjórum leikjum eftir að Erik ten Hag var rekinn úr starfi.
Nistelrooy kom til United í sumar sem aðstoðarþjálfari en hann vildi halda áfram í starfi en Amorim vildi sitt teymi.
Nistelrooy var í viðræðum við Burnley í sumar um að gerast stjóri liðsins þegar United kom.
Nú segja ensk blöð að Nistelrooy horfi aftur í starfið hjá Burnley en Scott Parker var ráðinn til starfa í sumar.
Parker hefur gert fína hluti í starfi en Nistelrooy er sagður fylgjast með og vilja starfið ef hallar undan fæti hjá honum.