Það verður alls ekki auðvelt fyrir Liverpool að klófesta arftaka Mohamed Salah á næsta ári samkvæmt Sport á Spáni.
Liverpool hefur verið sterklega orðað við egypska landsliðsmanninn Omar Marmoush sem spilar með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.
Sport greinir frá því að önnur lið eins og Barcelona og Bayern Munchen horfi til Marmoush sem hefur spilað stórkostlega á þessu tímabili.
Marmoush hefur skorað 14 mörk og lagt upp önnur 10 í 16 leikjum í öllum keppnum og er markahæstur í Bundesligunni ásamt Harry Kane.
Marmoush er landi Salah frá einmitt Egyptalandi og telur Liverpool að hann yrði fullkominn eftirmaður fyrir framtíðina.
Það verður þó alls ekki auðvelt verkefni fyrir Liverpool að fá Marmoush í sínar raðir en Barcelona horfir á hann sem arftaka Robert Lewandowski sem er orðinn 36 ára gamall.