Harry Kane fyrirliði enska landsliðsins er ekki sáttur með liðsfélaga sína marga, ástæðan er sú að margir þeir afboðuðu komu sína í verkefni liðsins nú.
Trent Alexander-Arnold, Levi Colwill, Phil Foden, Jack Grealish, Cole Palmer, Aaron Ramsdale, Declan Rice og Bukayo Saka hættu allir við að koma.
Sumir eru meiddir og aðrir tæpir, Kane telur að margir af þessum leikmönnum hefðu getað fórnað sér í verkefnið.
„Það á að vera heiður og ánægja að koma í landsliðið, Gareth Southgate kom með það,“ sagði Kane.
„Í öllum verkefnum voru menn spenntir að koma, England á að vera í fyrsta sæti. England á að koma á undan félaginu.“
„England á að vera það mikilvægasta fyrir atvinnumann. Þetta er ekki gott þessa vikuna.“
„Þetta er erfiður hluti á tímabilinu og kannski hafa menn farið auðveldu leiðina. Ég er ekki ánægður með þetta. England á að vera í fyrsta sæti, á undan stöðu félagsliða.“