Fyrrum stórstjarnan Djibril Cisse hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í heimalandinu, Frakklandi.
Um er að ræða fyrrum leikmann franska landsliðsins og spilaði hann um tíma með liðum eins og Liverpool og Lazio í Evrópu. Cisse vann Meistaradeildina með Liverpool árið 2005.
Cisse er 43 ára gamall í dag en hann hefur verið fundinn sekur fyrir það að skulda skattinum í heimalandinu margar milljónir.
Ekki nóg með það heldur þarf Cisse að borga þrjár milljónir í sekt vegna málsins og ef hann brýtur af sér á nýjan leik þarf hann að sitja inni í einhverja mánuði.
Cisse þarf ofan á það að borga upphæðina að fullu en hann var upphaflega kærður fyrir skattsvik en var sýknaður í því máli.
Cisse viðurkennir að hann skuldi dágóða upphæð til ríkisins en að það hafi ekki verið hans áætlun að svíkja einn eða neinn.
,,Eins og ég hef alltaf sagt þá hef ég aldrei stundað skattsvik. Dómurinn sannar það,“ sagði Cisse.
Lögfræðingur Cisse, Malcolm Mouldaia hafði einnig þetta að segja:
,,Hann var upprunarlega ákærður fyrir skattsvik en var sýknaður í því máli. Ég er hæstánægður með niðurstöðuna.“