Sky Sports hefur birt færslu þar sem sjá má eina bestu markvörslu sem sést hefur lengi í heimi fótboltans.
Umrætt atvik átti sér stað í utandeildinni á Englandi þar sem oftar en ekki er líf og fjör.
Markvörður einn hjá Bearsted FC var í fullu fjöri, hann elti boltann sem kom yfir sig en boltinn endaði í slánni.
Markvörðurinn festist þá í netinu á ótrúlegan hátt, þrátt fyrir það tókst honum að verja rosalega.
Þetta má sjá hér að neðan.
@skysportsfootball Is this the greatest save? 😲😲 #footballtiktok #BearstedFC #goalkeeper #save ♬ original sound – Sky Sports Football