Dómarar í enskum fótbotla eru aldrei sendir í lyfjapróf, þetta kemur fram í enskum blöðum eftir að myndband af David Coote fór í umferð.
Coote var þar að taka kókaín á meðan hann var við störf á Evrópumótinu í fótbolta í sumar.
Allir leikmenn í fótboltanum á Englandi geta lent í lyfjaprófi en dómrarar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því.
Dómarasamtökin segjast vita af myndbandinu af Coote sem fór í umferð í gær og bætist það við rannsókn þeirra á máli Coote þar sem hann hraunaði yfir Liverpool og Jurgen Klopp.
EXCLUSIVE: Scandal-hit Premier League ref David Coote snorts white powder in new video. pic.twitter.com/yo8OSyQTKe
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) November 13, 2024
„Jurgen Klopp er tussa,“ sagði Coote. Hann ræðir svo meira um Klopp og Liverpool en myndbandið virðist hafa verið tekið fyrir einhverju síðan.
„Hann las yfir mér þegar ég dæmdi leik hjá þeim gegn Burnley. Hann sakaði mig um að ljúga og lét mig heyra það. Ég hef engan áhuga á að tala við svona hrokagikk,“ segir Coote.
Coote var dómari í leik Liverpool og Aston Villa um helgina en þetta myndband gæti haft mikil áhrif.
Undir lokin á myndbandinu biður Coote um að myndbandið fari ekki neitt en nú er það farið út.
David coote ladies and gentlemen pic.twitter.com/WDHc36a7Mn
— Josh (@Josh97LFC) November 11, 2024