Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad virðist ætla að verða eftirsóttasti bitinn á markaðnum þegar glugginn opnar í janúar.
Independent slær því fram að Arsenal sé komið í slaginn um spænska miðjumanninn.
Segir blaðið að Arsenal vinni nú að því að sannfæra Zubimendi að Arsenal sé rétti staðurinn fyrir hann.
Zubimendi hafnaði Liverpool nokkuð óvænt í sumar en hann kostar 50 milljónir punda, slík klásúla er í samningi hans.
Manchester City ætlar sér að reyna að kaupa Zubimendi í janúar en meiðsli Rodri hafa orðið til þess að City vill miðjumann.