Framherjinn öflugi Jonathan David fer að öllum líkindum frítt frá Lille næsta sumar en hann vill taka næsta skref á ferlinum sínum.
Juventus, Inter, Liverpool og Manchester United eru öll sögð fylgjast með gangi mála.
David er 24 ára gamall framherji frá Kanada en hann hefur verið duglegur við að setja boltann í markið fyrir Lille.
Umboðsmaður David ætlar sér að stækka launatékka hans næsta sumar og hefur látið félög vita að hann vilji fá 5 milljónir punda í árslaun.
Framherjinn knái vill því fá tæpar 900 milljónir króna í sinn vasa ef hann á að skrifa undir hjá nýju félagi.