Forráðamenn Al-Ettifaq hafa ákveðið að reka tvo nánustu aðstoðarmenn Steven Gerrard en hann virðist ætla að halda starfinu.
Al-Ettifaq er í tómu tjóni í deildinni í Sádí Arabíu miðað við þær væntingar sem gerðar voru.
Búið er að reka Mark Allen úr starfi yfirmanns knattspyrnumála og Dean Holden var rekinn úr starfi aðstoðarþjálfara.
Fundað hefur verið í vikunni hjá Al-Ettifaq og virðist Gerrard ætla að halda starfinu sínu. Tæpir tveir mánuðir eru frá síðasta sigurleik.
Gerrard er með samning til 2027 og því þarf Al-Ettifaq að rífa fram væna summu ef hann verður rekinn. Gerrard er með 15 milljónir punda í árslaun.