Rodri hefur tjáð sig í fyrsta sinn um ákvörðun Vinicius Junior að mæta ekki Ballon d’Or afhendinguna á dögunum.
Vinicius er leikmaður Real Madrid en hann var í öðru sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims – aðeins Rodri hafði betur.
Vinicius og aðrir leikmenn Real neituðu að mæta á verðlaunaafhendinguna eftir að hafa frétt af því að Rodri myndi vinna verðlaunin.
Spánverjinn segist spá lítið í því sem leikmenn spænska liðsins ákváðu að gera og að hann horfi nær sínu eigin heimili.
,,Real Madrid er ekki mitt félagslið, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Rodri.
,,Ég einbeiti mér að mínu fólki, mínu félagi og minni fjölskyldu. Real Madrid og Vinicius eru með sínar eigin ástæður.“
,,Ég hefði líklega ekki gert það sama en það þýðir ekki mikið í dag.“