Omar Berrada stjórnarformaður Manchester United telur að koma Ruben Amorim sé síðasta púslið til að láta félagið fara að virka.
Berrarda og fleiri starfsmenn voru ráðnir til starfa á skrifstofu félagsins í sumar.
Þeir gáfu Erik ten Hag smá tíma sem stjóra liðsins en hann var svo rekinn og Amorim mætti til starfa á mánudag.
„Ég er virkilega spenntur fyrir komu Ruben Amorim,“ segir Berrarda um komu nýja stjórans.
„Við teljum að hann sé mjög mikilvægt púsl í okkar plan að láta allt ganga vel.“
🔴✨ Man United CEO Omar Berrada: “I’m very excited about the arrival of Ruben Amorim”.
“We really believe that he will integrate into the rest of the structure to succeed on the lawn”, reports @Record_Portugal. pic.twitter.com/3xmux7BDYd
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 12, 2024