Eins og flestir vita þá er búið að reka Ruud van Nistelrooy úr starfi hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Hollendingurinn var aðstoðarmaður Erik ten Hag á tímabilinu og tók svo við tímabundið eftir brottrekstur þess fyrrnefnda.
Van Nistelrooy fékk ekki tækifæri á að gerast aðalþjálfari en Ruben Amorim er tekinn við og mun fá inn nýtt fólk.
Samkvæmt enskum miðlum þá ræddi Van Nistelrooy við leikmenn United á síðasta deginum í starfi og bað þá vinsamlegast um að styðja við bakið á nýja manninum.
Amorim var áður þjálfari Sporting í Portúgal og náði frábærum árangri hjá því félagi áður en hann skipti.
Van Nistelrooy skilur ákvörðun Amorim að vilja fá inn sitt teymi og vonar það besta fyrir félagið undir hans stjórn.