Rodrigo Bentancur miðjumaður Tottenham er á leið í langt bann fyrir rasísk ummæli um fólk frá Suður-Kóreu.
Talið er að miðjumaðurinn frá Úrúgvæ fái sjö leikja bann en hann var ákærður fyrir málið á dögunum.
Bentancur er ákærður fyrir rasísk ummæli um samherja sinn og fyrirliða Tottenham, Son Heung-Min.
Bentancur var í landsleik með Úrúgvæ þegar fréttamaður þar í landi spurði hann hvort hann gæti reddað honum treyju frá Son.
Bentancur svaraði því þannig að hann ætti frekar að fá treyju frá frænda Son. „Þeir eru allir eins,“ sagði Bentancur.
Hann vildi meina að allir frá Suður-Kóreu væru eins í útliti, hann baðst afsökunar skömmu síðar og Son fyrirgaf honum ummælin.
🚨🚨| BREAKING: The FA is set to hit Rodrigo Bentancur with a lengthy BAN for allegedly making a racist remark about South Koreans while on Uruguayan TV.
The midfielder is likely to receive a SEVEN match ban, but that figure is unconfirmed.
[@SamiMokbel81_DM] pic.twitter.com/L9lGgVoBnH
— CentreGoals. (@centregoals) November 13, 2024