Juventus er byrjað að láta vita af áhuga sínum á Joshua Zirkzee framherja Manchester United. Tuttosport segir frá.
Juventus vill fá hollenska framherjann á láni en sagt er að United sé tilbúið að selja hann.
Zirkzee var keyptur til United í sumar frá Bologna en hollenski framherjinn virðist ekki finna sig.
Zirkzee skoraði í fyrsta leik en hefur síðan þá varla verið líklegur til þess að skora.
Hollenski framherjinn er 23 ára gamall en Calciomercato á Ítalíu segir nokkur lið þar í landi fylgjast með stöðu hans.
Zirkzee átti góða tíma hjá Bologna og hefur því gott orðspor þar í landi.