Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi er Manchester United farið að skoða það að fá Christopher Nkunku sóknarmann Chelsea.
Nkunku virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá Enzo Maresca stjóra Chelsea.
Franski framherjinn fær að byrja leiki í Sambandsdeildinni en fær ekki margar mínútur í ensku deildinni.
Ruben Amorim tekur við Manchester United í dag en talið er að hann vilji reyna að styrkja sóknarleikinn.
Nkunku getur spilað sem fremsti maður en einnig fyrir aftan framherjana, mun Amorim líklega spila 3-4-3 kerfið sitt þegar hann stýrir United í fyrsta sinn.