A landslið karla er komið saman á Spáni til æfinga og undirbúnings fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA – gegn Svartfjallalandi í Niksic 16. nóvember og geg Wales í Cardiff 19. nóvember.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar síðustu daga á hópnum sem var tilkynntur í síðustu viku. Meiðsli hafa orsakað það.
Eftir fjórar umferðir er íslenska liðið með 4 stig, en á enn möguleika á að komast í umspilsleiki um sæti í A deild.
Til þess að það gangi eftir þarf góð úrslit úr báðum leikjunum seme rum framundan, auk þess sem treysta þarf á hagstæð úrslit úr viðureign Tyrklands og Wales.